fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Íslendingum bannað að versla áfengi í Moskvu – Degi fyrir og á leikdag

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Rússlandi er byrjuð að herða reglur sínar fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Sérstaklega þegar kemur að áfengisnotkun. Independent segir frá.

Yfirvöld óttast læti í kringum leiki á HM og hafa yfirvöld í Moskvu ákveðið að taka harðast á málum.

Þannig hafa verið settar reglur í Moskvu sem banna alla sölu á áfengi degi fyrir og sama dag og leikur fer fram í borginni.

Þarna er um að ræða alla skemmtistaði, knæpur, veitingastaði, matvöruverslanir og áfengisverslanir. Hins vegar verður möguleiki á að versla bjór á sérstökum FIFA svæðum sem verða í borginni og eru opin á leikdögum.

Ísland á einmitt fyrsta leik sinn á Heimsmeistaramótinu í Moskvu, þar mætir liðið Argentínu þann 16. júní.

Búast má við um og yfir 5 þúsund Íslendingum sem munu ekki geta fengið sér í glas degi fyrir og á leikdag. Mögulega verður þó hægt að fara í kringum reglurnar með því að redda sér kippu eða fleyg í tíma, fyrir þá sem vilja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“