fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Klopp með ákall til stuðningsmanna Liverpool fyrir leikinn gegn Roma

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. apríl 2018 16:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool hefur biðlað til stuðningsmanna liðsins um að halda ró sinni þegar Roma mætir í heimsókn á Anfield.

Liverpool tekur á móti Roma í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á morgun klukkan 18:45 en mikil eftirvænting ríkir fyrir leiknum.

Liverpool sló Manchester City úr leik í 8-liða úrslitum keppninnar en allt varð vitlaust þegar leikmenn City mættu á Anfield og var liðsrúta félagsins lögð í rúst.

„Á vellinum, gerið það sem þið gerðuð aftur og helst betur,“ sagði Klopp og átti þar við stemninguna á vellinum.

„Fyrir utan leikvanginn, vinsamlegast sýnið þá virðingu sem við eigum að sína. Þetta er stórkostlegt knattspyrnufélag og ein stór fjölskylda sem er þekkt fyrir magnaða stemningu á heimaveli sínum. Við þurfum ekki að kasta aðskotahlutum í liðsrútu andstæðinga okkar.“

„Þeir eiga skilið virðingu, við erum andstæðingar inni á velinum en ég tel þetta vera gott tækifæri fyrir okkur til þess að sýna umheiminum hversu yndislegt fólkið frá Liverpool er. Sýnum okkar rétta andlit og heimurinn mun taka eftir því. Félagið á það skilið og allir sem koma að því,“ sagði Klopp að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu frábært mark Richarlison í fyrstu umferðinni

Sjáðu frábært mark Richarlison í fyrstu umferðinni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Haaland með tvennu í fyrsta leiknum

England: Haaland með tvennu í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur ekki farið í klippingu í um 300 daga – Tók áskorun sem hann vonast til að sigra í vetur

Hefur ekki farið í klippingu í um 300 daga – Tók áskorun sem hann vonast til að sigra í vetur
433Sport
Í gær

Leikmaður City nú orðaður við Forest

Leikmaður City nú orðaður við Forest
433Sport
Í gær

Blanda sér óvænt í baráttuna um Hojlund

Blanda sér óvænt í baráttuna um Hojlund
433Sport
Í gær

Hefur óvænt selt meira en stórstjörnur á borð við LeBron og Messi – ,,Sú mest selda í heimi“

Hefur óvænt selt meira en stórstjörnur á borð við LeBron og Messi – ,,Sú mest selda í heimi“