fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Arsenal slátraði West Ham á tíu mínútna kafla – Jafnt hjá Stoke og Burnley

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 22. apríl 2018 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag og var þeim að ljúka núna rétt í þessu.

Arsenal tók á móti West Ham en gestirnir byrjuðu betur og voru óheppnir að vera ekki yfir þegar dómarinn flautaði til hálfleiks.

Það var svo Naco Monreal sem opnaði markareikninginn á 51. mínútu áður en Marko Arnautovic jafnaði metin fyrir West Ham á 64. mínútu.

Aaron Ramsey kom Arsenal svo aftur yfir með marki á 82. mínútu áður en Alexandre Lacazette bætti þriðja markinu við á 85. mínútu.

Lacazette var svo aftur á ferðinni á 89. mínútu þegar hann bætti fjórða markinu við og lokatölur því 4-1.

Arsenal er áfram í sjötta sæti deildarinnar, nú 6 stigum á eftir Chelsea sem er í fimmta sætinu en West Ham er komið í fimmtánda sæti deildarinnar með 35 stig, 6 stigum frá fallsæti.

Stoke tók svo á móti Burnley í hörkuleik þar sem að Badou Ndiaye kom heimamönnum yfir strax á 11. mínútu.

Ashley Barnes jafnaði hins vegar metin fyrir Burnley á 62. mínútu og lokatölur því 1-1 í hörkuleik.

Jóhann Berg Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Burnley og spilaði allan leikinn á kantinum en liðið er áfram í sjöunda sæti deildarinnar með 53 stig, fjórum stigum á eftir Arsenal.

Stoke er hins vegar í nítjánda sæti deildarinnar með 29 stig, nú 5 stigum frá öruggu sæti.

Úrslit og markaskorara má sjá hér fyrir neðan.

Arsenal 4 – 1 West Ham
1-0 Nacho Monreal (51′)
1-1 Marko Arnautovic (64′)
2-1 Aaron Ramsey (82′)
3-1 Alexandre Lacazette (85′)
4-1 Alexandre Lacazette (89′)

Stoke 1 – 1 Burnley
1-0 Badou Ndiaye (11′)
1-1 Ashley Barnes (62′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“