

Maður spyr sig stundum hvort arkitektar kunni bara að teikna einn stíl í einu, hvort þeir séu almennt hugmyndalausir eða hvort þeir séu miklar hópsálir? Stundum er reyndar sagt að verktakar ráði öllu.
Eða kannski er tíðarandi svona sterkur í byggingarlist að hann yfirbugar menn algjörlega?
Hér eru myndir af byggingum sem hafa risið eða eru að fara að rísa í borginni. Sumar eru partur af mjög stórum og áberandi byggingaáformum.
Það verður að segja eins og er – þetta er allt voða svipað. Það er byggt nánast eins, hvort sem er í miðbæ eða úthverfi. Og samt eru þetta ekki verk sömu arkitektanna eða sömu arkitektastofanna, því fer fjarri.

Fyrst er mynd af Vogabyggð, nýju hverfi sem á að rísa meðfram Elliðaárvogi. Þetta var kynnt í dag. Kannski ekki endanlegt útlit, en væntanlega mjög í áttina.

Hér eru mynd af fyrirhuguðum byggingum á svokölluðu Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur.

Hér er hús sem er nýlega risið við Mýrargötu.

Og svo eru hér byggingar sem eiga að rísa á svokölluðum Frakkastígsreit, milli Laugavegs og Hverfisgötu.
Svo má spyrja, síðan hvenær urðu flöt þök norm á Íslandi? Tíma menn ekki lengur að byggja þök sem halla – eða er það kannski talin vera of mikil sóun á hinum dýrmæta nýtingarrétti?