fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

„Samfylkingin enn einu sinni í ruglinu“

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. janúar 2016 16:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við fáum í dag tvö dæmi um hvers vegna Samfylkingin nýtur ekki trausts og er hugsanlega að líða undir lok sem stjórnmálaafl.

Annars vegar leggja tveir þingmenn hennar fram frumvarp um afnám verðtryggingar.

En afnám verðtryggingar hefur náttúrlega aldrei verið mál Samfylkingar. Ekki verður betur séð en að þetta frumvarp eigi að vera einhvers konar pólitísk klókindi – að það sé sett fram til að stilla Framsóknarflokknum og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni upp við vegg.

Jón Steinsson,  hagfræðingur í Bandaríkjunum, skrifar um þetta á Facebook:

Samfylkingin enn einu sinni í ruglinu! Er nema von að jafnaðarmenn nái ekki vel vopnum sínum á Íslandi þegar flokkurinn sem átti að vera aðal jafnaðarmannaflokkur landsins sóar orku sinni í tóma vitleysu. Já, bann við verðtryggingu er tóm steypa. Það er sjálfsagt að leggja áherslu á það að neytendum bjóðist óverðtryggð lán. En að banna neytendum að taka verðtryggð lán er út í hött. Hvað gerist þegar það kemur gott íslenskt verðbólguskot (eins og alltaf gerist með reglulegu millibili) og vextir á óverðtryggðum lánum hækka upp úr öllu valdi? Þá munu menn óska þess að geta jafnað þann skell yfir lánstímann. En það er einmitt það sem verðtryggð lán gera. Hvernig væri að leggja áherslu á að almenningur njóti arðs af auðlindum þjóðarinnar og að núverandi ríkisstjórn einkavinavæði ekki bankana og að bætt afkoma ríkisjóðs renni í heilbrigðiskerfið í stað þess að renna í að lækka veiðigjöld, afnema auðlegðarskatt, afnema orkuskatt, og svo framvegis. Úff hvað það er pirrandi að vera íslenskur jafnaðarmaður.

Hitt dæmið er þegar Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, stígur í pontu á Alþingi og krefur Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra svara varðandi ágreining milli stjórnarflokkanna um húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra.

Nú má vel vera að þessi ágreiningur sé til staðar. En hann er ekki kominn fram og engin von að Bjarni færi að upplýsa um hann. Það sem áttu að vera klókindi hjá þingmanninum skaust beint í hausinn á henni aftur eins og bjúgverpill. Bjarni gat hrist af sér fyrirspurnina eins og ekkert væri.

Þetta eru misheppnuð frumhlaup, bæði hvað varðar málefnastöðuna og pólitíska taktík – og það á fyrstu dögum þings. Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, orðar það svo:

Ein meginskýringin á fylgisaukningu Pírata eru vinnubrögð fjórflokkanna af þessu tagi: Sýndarmennska og klækjabrögð. Ef fer sem horfir má Samfylkingin þakka fyrir að tapa ekki enn meira fylgi: fá um 10% í næstu þingkosningum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar