fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Ójöfnuðurinn getur af sér óstöðugleika

Egill Helgason
Þriðjudaginn 19. janúar 2016 08:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölur um sívaxandi ójöfnuð í heiminum vekja skelfingu. Það er hræðilegt ef satt er að 62 ríkustu menn heims eigi jafn mikið og sá helmingur mannkyns sem á minnst, samanlagt 3,6 milljaðar manna. Þetta eru upplýsingar frá hjálparstofnuninni Oxfam.

Bankar knýja áfram þessa þróun. Meginuppspretta ójöfnuðarins er fjármálakerfi sem mylur undir þá ríku, færir þeim sívaxandi auð, en gengur líka út á að tryggja hag hluthafa umfram allt annað. Enginn þorir að leggja til atlögu við þetta kerfi banka og stórfyrirtækja sem eiga stjórnmálamenn með húð og hári – og í kippum.

Almenningi færir þetta kerfið mestanpart skuldaáþján – sem aftur fóðrar hið óseðjandi fjármálakerfi. Alls staðar á Vesturlöndum höfum við horft upp á hvernig bankar eignast fólk í æ meira mæli.

Ójöfnuður í heiminum var einna minnstur á árunum eftir heimsstyrjöldina síðari – það var beinlínis samstaða um félagslegt réttlæti eftir þjáningar heimsstyrjaldarinnar og kreppunar miklu. Hún náði til Evrópu og Bandaríkjanna, þar breytti engu hvort væru við völd Demókratar eða Repúblikanar. Í Evrópu náðu saman jafnaðarmenn og hófsamir hægri flokkar – SPD og  Kristilegir demókratar í Þýskalandi, Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi.

Þetta breyttist með tilkomu Reagans og Thatchers og hugmyndafræðinnar sem þau boðuðu. Nú nokkrum áratugum síðar sjáum við hvaða ófarnaður hefur hlotist af græðgisvæðingunni, afnmámi reglna og þeirri firru að fé myndi seytla úr efstu lögum samfélagsins niður í þau neðstu. Meira að segja eitt höfuðvígi kapítalismans, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, hefur lýst því yfir að brauðmolahagfræðin (trickle down) sé rugl. Það þarf ekki annað en að horfa til skattaskjóla heimsis til að sjá að svo er.

Ójöfnuðurinn getur af sér óstöðugleika. Við erum enn að súpa seyðið af síðasta hruni – og annað hrun gæti verið yfirvofandi. Skuldugir og reiðir borgarar leita til stjórnmálamanna eins og Donalds Trumps og Marine Le Pen.

Við horfum upp á ris pópúlískra stjórnmála, yfirleitt er ekki neinna svara að vænta þar annarra en magnvana reiði gagnvart innflytjendum og einhverjum meintum elítum menntamanna. Sú tilfinning að hefðbundin vinstri öfl hafi brugðist, beinlínis látið glepjast af fjármálavaldinu og þjónað undir það, bætir ekki úr skák.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar