fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Gullöld í íslenskum bókmenntum

Egill Helgason
Föstudaginn 15. janúar 2016 16:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef haldið því fram að við séum að lifa ákveðna gullöld í íslenskum bókmenntum. Það er ekki bara að við eigum nokkurn fjölda góðra höfunda, heldur hefur veruleiki bókmenntanna breyst talsvert. Íslenskar bækur eru þýddar á erlend tungumál í miklu meiri mæli en áður, íslenskir rithöfundar ná til lesenda í Þýskalandi, Frakklandi, á Norðurlöndunum og stundum jafnvel á hinu enskumælandi svæði.

Þetta er mikil breyting, lesendahópur íslenskra bókmennta er stærri og margbreytilegri en áður, og þetta hefur skilað sér í fjölbreyttara efnisvali  höfundanna- jafnvel djarfari efnistökum.

Ýmislegt er hægt að nefna í þessu sambandi – menn eru gjarnir á að fara fljótt að reyna að þýða svonalagað yfir í peninga, það sem við á Íslandi köllum „landkynningu“. Glöggur maður benti eitt sinn á að við værum eina tungumálið sem ætti þetta orð. En rithöfundar bera hróður íslenskrar bókmenningar víða – hún er eitt af því sem fyrst er nefnt þegar fjallað er um Ísland í útlöndum.

Það er samt ekki víst að þetta skili einhverjum ógurlegum tekjum í vasa höfundanna, ekki nema kannski vinsælustu spennusagnahöfunda. Svið íslenskra bókmennta stækkar hins vegar – og rithöfundar upplifa aðrar áskoranir en felast í því að skrifa alltaf fyrir sama þrönga lesendahópinn.

Þessa dagana er helsta framlag miðla 365 til menningarumræðu að birta myndir af rithöfundum eins og þeir séu fjársvikarar eða sakamenn. Þarna má sjá myndir myndir af mikilvirkum höfundum sem flestir hafa skilað frá sér mörgum, margvíslegum og mikilvægum verkum á síðustu árum.

Við fáum til dæmis að lesa að Gyrðir Elíasson hafi verið býsna iðinn. Jú, það má kannski nota það orðalag yfir að hafa skrifað meistaraverk eins og Milli trjánna, Sandárbókina, Koparakur, Suðurgluggann og Hér vex enginn sítrónuviður.

 

Screen Shot 2016-01-15 at 13.36.30

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar