
Ég sest niður með kaffið
set Bowie á fóninn,
þitt uppáhaldslag, Wild is the Wind.
Segir í hinu frábæra lagi Bubba Morthens, Blindsker.
Íslendingar hafa tekið þennan enska tónlistarmann svo nærri hjarta sínu að þeir hafa eiginlega búið til sitt eigið nafn á hann.
„Báví“ skal hann heita á íslensku.
En á móðurmáli hans, ensku, mun það víst vera „Bóí“. Semsagt David Bowie. Eins og má heyra hann segja hér. En íslenska aðferðin er svosem ósköp vinaleg.