
Það er langt síðan maður hefur séð jafn snyrtilega gengið frá andstæðingi og í svari utanríkisráðuneytisins vegna málflutnings LÍÚ í Rússlandsmálinu.
Það er nákvæmlega svona sem á að gera hlutina. Staðreyndir gegn áróðri og spuna. Kurteisleg og skilmerkileg framsetning gegn upphrópunum.
Maður sér varla LÍÚarar eigi afturkvæmt í þessu máli. En auðvitað er það ekki svo gott – þetta er jú einu sinni frekasti hagsmunahópur á Íslandi.
Jón Steinsson, hagfræðingur í Bandaríkjunum, fjallaði um þetta á Facebook í gær:
Ég held að það sé fátt mikilvægara fyrir langtíma framtíð Íslands en það að gjafkvótinn verði afnuminn til þess að þessari svakalegu rentusókn LÍÚ linni.