fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Bílavegur í gegnum Hallargarðinn

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. október 2007 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við Kári höfum notað Hallgargarðinn mikið alveg síðan hann fæddist. Kári skreið um Hallargarðinn á sínum tíma, en hefur síðustu árin kosið að ganga. Meðal þess sem við notum mikið er lítill sparkvöllur fyrir ofan húsið að Fríkirkjuvegi 11. Þar eru tvö mörk, lítil brekka þar sem vaxa hvannabreiður á sumrin, mjög fallegur steinveggur í kring. Börn eru oft að leika sér þarna.

Nú virðist borgin hafa fallist á að Björgólfur Thor Björgólfsson fái að leggja einhvers konar viðhafnarheimreið upp að húsinu. Á mannamáli þýðir þetta að gera eigi akveg í gegnum þennan fallega garð. Líklega til að gestir Björgólfs þurfi ekki að ganga alla leið frá Fríkirkjuveginum.

Björgólfi á líka að afhenda fjórum sinnum stærri hluta lóðarinnar en ráðgert var þegar hann fékk að kaupa húsið. Sparkvöllurinn góði á að verða bílastæði.

Nema hvað?

Þetta er vond hugmynd. Rétt eins og það var vond hugmynd á sínum tíma að selja Björgólfi húsið. Það hefði verið hægt að gera svo ótalmarga skemmtilegri hluti við það en að leyfa honum að breyta þessu í monthús í kringum sjálfan sig.

Í sumar fórum við Kári til dæmis á skemmtilegt safn í London sem heitir Museum of Childhood – einhver slík starfsemi hefði verið til prýði í þessu fallega húsi og garði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni