fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Eyjan

Fer einhver í Ólaf Ragnar?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. febrúar 2012 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er þetta með forsetaframboð.

Það er ekki auðvelt að taka af skarið og bjóða sig fram eftir að sami forsetinn hefur setið í sextán ár. Það er afskaplega lítil reynsla sem hægt er að byggja á – og það er svo stóreinkennilegt að aldrei í sögu lýðveldisins hefur komið fram alvöru framboð gegn sitjandi forseta.

Í raun er það ótrúleg staðreynd – sýnir að skilningur okkar á embættinu hefur kannski ekki verið sérlega lýðræðislegur. En nú þegar Ólafur Ragnar Grímsson hefur breytt embættinu frá því sem hefðin var, líkega varanlega, er tæpast við því að búast að sitjandi forsetar geti setið fjölda kjörtímabila óáreittir.

En það var tímasetningin sem ég ætlaði að velta fyrir mér – hvernær er best að tilkynna framboð? Líklega ekki of snemma, þá getur skapast ákveðinn leiði – í því ástandi sem ríkir núna gæti jafnvel verið snjallt að koma seint og óvænt inn í baráttuna. Koma utan af kanti og inn á völlinn.

Hins vegar er hún dálítið spennandi hugmyndin að einhver taki sig beinlínis til og fari gegn Ólafi Ragnari meðan hann er að hugsa sig um – að einhver frambjóðandi sýni alvöru kjark og hjóli bara beint í forsetann.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?