
Ég verið að segja eins og er að ég hef fulla samúð með Pírötum sem vilja ekki vera lengur á sínu eigin spjalli.
Því líklega er það lögmál að allir frjálsir umræðuþræðir á netinu verða á endanum teknir yfir af tröllum.
En um leið fá Píratar að kenna dálítið á eigin meðali – hvað það er erfitt í framkvæmd að ætla að leiða þjóðfélagsmál til lykta gegnum netið.
Þannig að þetta er hvort tveggja óhjákvæmilegt – og viss ósigur fyrir hugmyndir Píratanna.