fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Pútínsdekrið vekur hroll

Egill Helgason
Sunnudaginn 27. desember 2015 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Jónsson, starfsmaður Nató, blandar sér hressilega í umræðuna um Rússland og viðskiptaþvinganir á Facebook. Friðrik bregst við skrifum í Staksteinum Morgunblaðsins, en í raun er hann að svara söng sem hefur hljómað út um allt samfélagið – í boði stórútgerðarinnar, SFS, eins og samtök hennar heita núna.

Væntanlega í tilefni jólanna býður Morgunblaðið upp á hressilegar ýkjur í Staksteinum dagsins undir yfirskriftinni „Léttvæg ákvörðun um milljarðatap?“. Þar er strax í fyrstu málsgrein hamrað á þeim afkáralegu ósannindum að „Ekkert þeirra ríkja sem taka þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi hefur viðlíka hagsmuni af útflutningi til Rússlands og íslendingar.“ Þetta er náttúrulega svo raunalegt kjaftæði að það hálfa væri ekki bara nóg, heldur líka öfgakennt bull, ergelsi og firra. Þeir 15 milljarðar sem SFS fullyrðir að sé líklegt viðskiptatap vegna viðskiptahindranna Rússlands gegn Íslandi eru u.þ.b. 0,75% af þjóðarframleiðslu. Í fyrsta lagi er það nú svo að líklega hefur um og yfir helmingur ESB-ríkja meiri „hag“ af Rússlandsviðskiptum en Ísland, og í tilfelli Litháen er þetta um 17% af þeirra þjóðarframleiðslu. Í öðru lagi verður að hafa í huga þá staðreynd að erfitt var orðið að fá greitt frá mörgum rússneskum viðkiptaaðilum og hrun rúblurnar var farið að hafa sín áhrif. Og í þriðja lagi eru hagsmunasamtök sem þessi ekki óþekkt af því að verðbelgja svona áætlanir.

Til glöggvunar er hér mynd af stöpplaritum úr riti Wiener Institut für Internationale Wirtschaftsvergleiche um „Economic Consequences of the Ukraine Conflict“ sem sýnir hvaða viðskiptahagsmuni einstök ESB-ríki eiga gagnvart Rússlandi.

 

10634060_10153267629241596_4100638081829427824_o

 

15 milljarðar eru samt engin smápeningur – þetta er u.þ.b. fjórðungur heildar útflutningstekna Íslands af vöru- og þjónustuviðskiptum við Danmörku á ári – bandalagsríki okkar í Norðurlandaráði, NATO og í viðskiptaþvingunum gegn rússneskri stjórnmálaelítu (en viðskiptaþvinganir Vesturlanda eru jú takmarkaðar og hnitmiðaðar gegn gerendum í Úkraínuátökum). Kannski SFS telji þeim hagsmunum og viðskiptahagsmunum við öll önnur bandalagsríki okkar vera fórnandi á altari Pútinsdekursins?

Og það að fjölmiðill sem áður taldist framvörður vestrænnar varnarsamvinnu sé nú orðinn mesti „Putinversteher“ landsins hlýtur að setja að einhverjum gömlum moggamanninum kaldan hroll…

Það má svo nefna í þessu framhaldi, að ólíkt því sem mætti halda af umræðum í sumum fjölmiðlum og á internetinu, er almenningur á Íslandi kannski bara nokkuð skynugur þegar kemur að alþjóðamálum.

Nú um jólin var birt niðurstaða Gallupkönnunar þar sem mátti lesa að Íslendingar hafa fjarskalega lítið álit á Vladimír Pútín, 69 prósent Íslendinga hafa hins vegar jákvætt álit á Angelu Merkel og 74 prósent gagnvart Barack Obama.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt