fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Vetrarmynd tekin ofan af Bernhöftstorfu – brot úr verslunarsögu

Egill Helgason
Föstudaginn 25. desember 2015 21:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér kemur jólafærsla númer tvö. Þessi mynd finnst mér skemmtileg, ekki síst vegna þess að hún er tekinn umþaðbil frá húsinu mínu, þetta er semsagt útsýni frá Bernhöftstorfu yfir á Lækjartorg, líklega nálægt aldamótunum 1900.

Hérumbil öll húsin á myndinni eru horfin. Þau voru rifin á öldinni sem leið. Fyrir miðið eru byggingar  Thomsens-magasíns sem er hugsanlega fínasta búð sem hefur nokkurn tíma verið til á Íslandi. Hið reisulega hús búðarinnar varð síðan Hótel Hekla – það var loks rifið 1961.

Í Sögu Reykjavíkur eftir Guðjón Friðriksson má lesa um Thomsens-magasín. Þar hefði verið gaman að gera jólainnkaupin. Þarna voru margar deildir basardeild, ferðamannadeild, húsgagnadeild, járn- og leirvörudeild, karlmannafatadeild, kvenfata- og vefnaðarvörudeild, kvenhattadeild, kjallaradeild, matvörudeild, nýlenduvörudeild, pakkhúsdeild, skófatnaðardeild, strandferðadeild, vindladeild og skrifstofudeild.

Á vegum Thomsens magasín var  ennfremur rekin kjólasaumastofa, gosdrykkjaverksmiðja, skraddaraverkstæði, trésmíðaverkstæði, sláturhús, svínabú, reykingarofn, niðursuða, vindlaverksmiðja, brjóstsykurverksmiðja og veitinga- og biljarðstofa.

Glæsilegar búðir sem voru á Íslandi á þessum tíma voru að miklu leyti í eigu danskra kaupmanna. Þær liðu mestanpart undir lok eftir að Ísland varð fullvalda.  Tvennt gerðist. Hinn mikli frjálsræðistími sem var fyrir hundrað árum, fyrra skeið óheftra heimsviðskipta, endaði í fyrri heimstyrjöldinni. Því megum við aldrei gleyma, hvernig Evrópa kastaði frá sér friði og frelsi 1914. Það er hollt að lesa bók Gunnars Þórs Bjarnasonar sem kom út nú fyrir jólin, hún hefur sem titil tilvitnun í ungan Héðin Valdimarsson, Þegar siðmenningin fór fjandans til.

Svo var það sókn Íslendinga eftir sjálfstæði sem hafði ýmsar skuggahliðar sem hafa ekki verið mikið ræddar. Með nýfengnu þjóðfrelsi tóku Íslendingarnir við versluninni, Danirnir hurfu burt – þeir sem fengu völdin á Íslandi reyndust miklu þröngsýnni menn og þeir iðkuðu líka flokkadrætti og klíkuskap sem alltaf hefur verið dragbítur á samfélagið hér. Og þeir óttuðust heiminn, vildu loka að sér – fá að hafa Ísland fyrir sig.

 

1599394_10153006313930439_6831816626598626464_o-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt