fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Sagnir af skötu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 23. desember 2015 13:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var verið að elda skötu á vinnustað mínum áðan. Ég hélt fyrst að þetta væri væg skata, en fór svo nær eldhúsinu og komst að því að hún er býsna stæk.

Ein samstarfskona mín mótmælti þessu, líkti þessu við trúboð í skólum, taldi að þetta væri jafnfráleitt.

Svo fara menn að segja skötusögur.

Ein var af skötu sem er svo sterk að þarf helst að mála allt húsið ef hún kemur inn fyrir dyr.

Eða jafnvel svo stæk að málning flagnar af veggjum.

Og svo er það skatan að vestan sem er svo kraftmikil að ekki talið þorandi að hleypa henni niðurfyrir Ártúnsbrekkuna.

Sú var einmitt úr Arnarfirðinum, eins og skatan hér að neðan, en myndin kemur úr Bæjarins bestu, þar segir reyndar að skötuát sé fremur á undanhaldi.

skataArnfirdinga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt