fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Ólöf inn, Hanna Birna út?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 1. október 2015 19:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er nokkurn veginn gengið út frá því að Ólöf Nordal bjóði sig fram sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hanna Birna Kristjánsdóttir mun þá líklega draga sig í hlé, því varla fer hún út í vonlítinn slag við Ólöfu.

Áskoranir á Ólöfu um að bjóða sig fram berast víða að – þetta virkar eins og herferð sem lýtur nokkru skipulagi.

Ásdísi Höllu Bragadóttur er mjög heitt í hamsi og hún sakar forystumenn í Sjálfstæðisflokknum um að „sparka í liggjandi konu“, og bætir við að einelti sé „ógeð“.

En stjórnmál eru náttúrlega óvægin – fleyg eru orðin: „All political lives end in failure.“ Öll líf í stjórnmálum enda í ósigri. Kannski er skiljanlegt að flokksmenn vilji ekki hafa leiðtoga sem liggur.

Ólöf er nokkuð vinsæll stjórnmálamaður, óneitanlega. En hún hefur aldrei verið þekkt fyrir að rugga neinum bát. Hún var varaformaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 2010-2013 en hætti svo um tíma í pólitík. Hún situr raunar ekki á þingi, heldur gegnir einungis embætti innanríkisráðherra.

En kannski skiptir litlu máli í hinu stóra samhengi hver er varaformaður Sjálfstæðisflokksins, þetta er einhvern veginn ekki sama tignarstaða og forðum tíð. Varaformaðurinn er klappaður upp á landsfundi, fær myndir af sér í fjölmiðlunum með formanninum en síðan gleyma flestir hver er í þessu djobbi.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur afar lítið fylgi núorðið meðal ungs fólks, hann er fylgismestur hjá þeim sem eru komnir yfir fimmtugt. Það er afskaplega ólíklegt að þessar varaformannshrókeringar breyti einhverju þar um – kannski væri nær að leita aðeins út fyrir þrengsta hringinn?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins