fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Kannski hverfa ferðamennirnir ekki eins og síldin?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 30. september 2015 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arion banki spáir því að 2 milljónir ferðamanna komi til Íslands árið 2018. Maður hváir – getur þetta verið satt? Við erum að tala um að hingað komi sexföld íbúatala landsins.

Aukningin hefur verið ofboðsleg síðustu árin, eins og sjá má í meðfylgjandi stöplariti, og fátt bendir til að henni linni. Sætaframboð í flugvélum heldur áfram að aukast og það er stöðug umfjöllun um Ísland sem ferðamannaland.

Gangi þetta eftir erum við að fara upplifa gjörbreytt Ísland. Ferðaþjónusta verður ekki bara stærsta atvinnugreinin – hún verður langstærst. Miklu stærri en sjávarútvegurinn sem hefur alltaf verið aðal á Íslandi – nema þessi fáu misseri sem bankarnir tóku völdin.

Stjórnvöld þurfa að fara að taka mið af þessu. Það verður ekki lengur hægt að draga lappirnar í uppbyggingu ferðamannastaða. Sveitarfélög þurfa að fá meira í hlut sinn af ferðaþjónustunni. Það mun þurfa fleira fólk til að vinna í ferðaþjónustu, það útheimtir fleiri innflytjendur og fleira fólk sem er menntað í greinum sem tengjast ferðamennsku. Kokka, leiðsögumenn, fólk sem kann til verka í hótelrekstri. Og það þarf að bæta samgöngur.

Okkur er tamt að halda að ferðamennirnir hætti bara að koma einn daginn, að þetta sé bóla – í því er fólginn ákveðinn fatalismi sem er mjög íslenskur, að allt hljóti að fara illa að lokum. Ferðamennirnir hverfi á brott eins og síldin á sínum tíma. En ef það gerist ekki – ja, þá verðum við að reyna að vera viðbúin.

 

image007-41Fjölgun ferðamanna síðustu tvö árin – og spá um framhaldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins