fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Hverjir eru verstir í Sýrlandi?

Egill Helgason
Mánudaginn 28. september 2015 21:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hverjir eru vondu karlarnir í Sýrlandsstríðinu? Allt virðist það mjög ruglingslegt og ekki auðvelt að skera úr um þetta.

Okkur þykja ÍSIS-liðar ógeðslegastir með morðum sem eru eins og sviðsett, skipulögðum nauðgunum, myrkri hugmyndafræði og eyðileggingu á fornminjum. Og svo eru þeir klæddir í ömurleg svört föt – sem undirstrika furðulegt sambland af heimsku og illsku.

Svo mjög að við erum jafnvel tilbúin að fallast á hugmyndir – sem nú koma frá Rússlandi – um að Assad sé skárri, svo mjög að það sé jafnvel ástæða til að púkka upp á hann í baráttunni gegn ISIS.

Samt er það staðreynd að sveitir Assads hafa drepið miklu fleira fólk í Sýrlandi en ISIS. Þær hafa meðal annars breitt viðbjóðslegum tunnusprengjum sem eru hannaðar til að drepa sem flest fólk og valda örkumlum. Yfirburðir Assads í manndrápunum eru algjörir.

Assad á nóg af vopnum sem hann fær frá Rússlandi, en hann vantar menn til að berjast fyrir sig. Það gæti orðið honum að falli, en Rússarnir eru mættir á svæðið til að reyna að halda honum uppi.

En á bak við eru svo ríki eins og Saudi-Arabía – þaðan kemur mestur stuðningurinn við íslamismann (eða íslamska fasismann). Umburðarlyndið gagnvart klíkunni sem þar stjórnar er ótrúlegt og helgast náttúrlega af því einu að hún stjórnar olíulindum. Það er meira að segja gengið svo langt að skipa fulltrúa frá Saudi-Arabíu í mannréttindastjórastöðu hjá Sameinuðu þjóðunum.

Yasmin Alibhai-Brown, bresk blaðakona af pakistönskum ættum skrifar mjög harðorða grein í The Independent þar sem hún segir að Saudi-Arabía sé veldi hins illa og raunverulegur óvinur Vesturlanda.  Í gegnum sjúklega túlkun á íslam sé Saudi-Arabía undirrót haturs og hryðjuverka – við þessu eigi frjálslyndir múslimar lítil svör enda skríði hin hræsnisfullu og huglausu Vesturlönd fyrir Saudunum.

Stundum mætti jafnvel halda að Saudar séu að hæðast að Vesturlöndum eins og þegar Salman kóngur býðst til að reisa 200 moskur fyrir flóttamenn til Evrópu – þar sem yrði boðaður wahabbismi, hin hatursfulla útgáfa af íslam sem Saudar vilja breiða út um heiminn.

 

_71875124_020387332-1

 

Myndin sýnir ummerki eftir árás með tunnusprengju í Aleppo – sprengjunni var varpað af her Assads forseta beint í íbúðahverfi. Árásir stjórnarhersins á óbreytta borgara hafa verið grimmar og linnulausar, svo varla þekkjast önnur eins dæmi um að ríkisstjórn ráðist þannig gegn þegnum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins