

Alltaf hefur mig dreymt um að búa í húsi sem er með fallegum súlum og yfirskyggðum palli framan á – svona porch eins og í Ameríku. Og reyndar er það helst í Ameríku að ég sé hús sem mig langar að eiga heima í.
En hér er það næstbesta – og það er til sölu. Smárarimi 60 í Reykjavík.
Það vakna hugrenningatengsl við Southfork eða jafnvel bara Hvíta húsið. Ætli maður standist greiðslumat fyrir svona glæsihús?