fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Ný evrópsk smáríki – í skjóli ESB

Egill Helgason
Mánudaginn 28. september 2015 01:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við gætum brátt farið að upplifa balkanísasjón Evrópu þegar Katalónía klýfur sig frá Spáni og Skotland frá Bretlandi. Evrópskum smáríkjum mun fjölga.

Sumpart er þetta vond þróun – síðustu ár hefur mikið verið kvartað undan því að sjálfstæðishreyfing Katalóníu hafi tekið á sig ógeðfelldar myndir. Þeir íbúar héraðsins sem skirrast við að nota katalónsku verða fyrir aðkasti og einn drifkrafturinn í þessari hugmynd er að Katalóníubúar eigi ekki að borga brúsann fyrir snauðari íbúa Íberíuskagans.

Minna má að Norðurbandalagið á Ítalíu hefur haft á stefnuskrá sinni að Norður-Ítalía skuli skilja sig frá hinum fátækari suðurhluta. Sá flokkur hefur löngum þótt meðal hinna ólystugri í Evrópu.

Það er svo ákveðin þversögn að þetta gerist að vissu leyti í skjóli Evrópusambandsins sem sumir hafa viljað meina að sé uppkastið að evrópsku stórríki. Katalónía vill skilja sig frá Spáni, en alls ekki frá Evrópu. Evrópusambandið er sjálf forsenda sjálfstæðisins, og eins hefur það verið í Skotlandi. Sjálfstæðissinnarnir þar hvika ekki frá því að vera evrópusinnaðir og ef Bretar kjósa að ganga úr ESB munu þeir bregðast hart við.

Það er svo spurning hvað ESB gerir í þessu – sjálfstæð Katalónía þarf líklega að semja upp á nýtt við ESB og þá jafnvel um inngöngu og evruna. Það gæti orðið erfitt ferli með reiði Spánverja vomandi yfir. Kosningar í Katalóníu geta semsagt haft ýmsar fleiri afleiðingar en að fótboltaliði Barcelona verði sparkað úr spænsku deildarkeppninni – sem virðist óhjákvæmilegt.

 

spainb

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins