
Það er alltaf auðveldast að fylgja pólitískri rétthugsun og ekki tala um mannréttindi nema almennt. Það getur komið niður á okkur sjálfum að nefna sérstök dæmi, að ekki sé minnst á hve þægilegt er að gera ekki neitt. Og þá gerist auðvitað ekki neitt.
Þetta skrifar Haraldur Ólafsson, prófessor og fyrrverandi alþingismaður Framsóknarflokksins, á Facebook. Sannarlega orð í tíma töluð.