fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Hvernig segjum við börnum að læra íslensku?

Egill Helgason
Mánudaginn 21. september 2015 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef svolítið velt fyrir mér hvernig við segjum börnum og unglingum að gott sé fyrir þau að læra íslensku – og læra hana vel.

Ljóð með línum eins og „land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein“ sannfæra engan. Rökin að með því að kunna íslensku geti þau lesið Kiljan og Íslendingasögurnar duga heldur ekki langt og ekki að með því að halda í íslenskuna varðveitum við sérstakan menningarheim, eins og Guðmundur Andri Thorsson orðar það í ágætri grein þar sem hann fjallar um nauðsyn þess að tölvur séu mæltar á íslensku.

Og varla dugir heldur að segja að með því að læra íslenskuna séu þau sérstök – að þau tilheyri fámennum hópi sem á þetta tungumál sem enginn annar kann eða skilur.

Þetta síðastnefnda kann reyndar frekar að virka eins og rök gegn því að læra íslensku í nútímanum. Það hljómar fremur eins og sjálfskipuð einangrun.

Þjóðerniskenndin ristir heldur ekki djúpt. Hvernig má það líka vera þegar möguleikarnir til að komast áfram í lífinu eru fyrst og fremst í alþjóðlegum greinum sem þekkja engin landamæri, viðskiptum, hugbúnaði, ferðaþjónustu?

Börn og unglingar vaxa nú upp við tvítyngi. Sjónvarps- og tölvuefni sem þau nota er mestanpart á ensku. Þau horfa ekki á það sem er kallað línulaga dagskrá í sjónvarpi og þau lesa ekki blöð. Það er mjög auðvelt að vera íslenskt barn og sjá aldrei né heyra menningarefni á íslensku.

Þetta er altént eitthvað sem við megum velta fyrir okkur. Mér finnst eins og að rökin sem voru notuð við mína kynslóð dugi ekkert sérlega vel lengur – en við lifðum líka í menningarheimi sem var miklu íslenskari en nú er.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins