fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Sniðganga glæpsamlegra landránsbyggða – og móðursýkisleg en fyrst og fremst ósvífin viðbrögð

Egill Helgason
Sunnudaginn 20. september 2015 21:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaupmannahöfn samþykkir að kaupa ekki vörur frá ísraelskum landránsbyggðum – þetta var í júní síðastliðnum.

Byggðir þessar brjóta í bága við alþjóðalög, og samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru þær andstæðar Genfarsáttmálanum. Þær eru, í einu orði sagt, glæpsamlegar.

Evrópuþingið hefur gert svipaða samþykkt með gríðarlegum meirihluta. Viðbrögð öfgamanna í Ísrael var að í Evrópusambandinu væru tómir nasistar.

Ísraelsstjórn hefur sjálf viðurkennt að hún muni varla getað spornað við því að evrópsk fyrirtæki og félög sniðgangi viðskipti við landránsbyggðir.

Norski eftirlaunasjóðurinn og Danske bank eru meðal aðila sem hafa sett á hömlur á viðskipti við fyrirtæki sem tengjast landránsbyggðunum í Ísrael. Á þessari sömu slóð má lesa um margvíslega aðra sniðgöngu sem beinist að landráni Ísraelsríkis – þar eiga líka hlut að máli listamenn, háskólafólk, kirkjur og verkalýðsfélög.

Meðal þeirra sem hafa hvatt til slíkrar sniðgöngu er Nóbelsverðlaunahafinn Desmond Tutu. Hann leggur til að Ísrael fái svipaða stöðu í alþjóðasamfélaginu og Suður-Afríka á tíma apartheid.

Viðbrögð hafa oft verið ofsafengin, eins og til dæmis hjá Manfred Gerstenfeld sem Morgunblaðið vitnar nú í. Hann segir að Íslendingar séu óforbetranlegir gyðingahatarar allt frá tíma Hallgríms Péturssonar. Svo haldi þetta áfram í gegnum Bobby Fischer og Össur Skarphéðinsson.

Gerstenfeld hélt því fram fyrir nokkrum árum þegar rætt var um viðskiptaþvinganir Noregs gagnvart ísraelskum aðilum að 1,5 milljón Norðmanna hataði gyðinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins