fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Er það svona sem við viljum breyta skólakerfinu?

Egill Helgason
Föstudaginn 18. september 2015 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Merkilegt er að sjá ráðaleysið í málefnum skólanna. Miklu skrifræðisbákni sem hefur verið komið upp í kringum menntun barna – en það virðist ekki vera að sama skapi skilvirkt. Það er til dæmis rannsóknarefni hversu mikið af kennsluefni í skólunum er lélegt.

Nú er allt í einu farið að tala um „hæfnispróf“ sem á að leggja fyrir nemendur í lok grunnskólans. Þetta dúkkar upp eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Við vorum einu sinni með landspróf, svo samræmd próf, en hæfnispróf er eitthvað nýtt. Þau virðast vera í þróun hjá nýrri Menntamálastofnun, en skólafólk hefur varla heyrt neitt um þessi áform ennþá. Stofnunin gróf mjög undan áliti sínu þegar hún birti afar villandi úttekt á átakinu Byrjendalæsi. Varð ekki betur séð en starfsmenn stofnunarinnar væru af ásettu ráði að nota tölfræðiframsetningu til að blekkja.

Á sama tíma er tilkynnt, eins og það breyti einhverju, að taka eigi upp bókstafi í einkunnagjöf í skólunum – þetta kemur frá Námsmatsstofnun. Nú á aftur að hverfa frá tölukvarða, 1-10. Upphaflega stóð til að hafa bara A, B, C og D, en það þótti ekki nógu nákvæmt og nú verður það A, B+, B, C+, C og D.

Segjum að í skólakerfinu sé einhver vandi sem risti djúpt – þá myndi svona aðgerð líklega jafnast á við bótox í varir eða hvíttun tanna. Þetta er bara til málamynda.

En við lifum á tímum samskiptamiðla og svona einkunnagjafir eru náttúrlega úreltar. Langeðlilegast og nærtækast er að hafa þetta kerfi hérna sem allir skilja núorðið:

 

imgres-6

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins