fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Léttúðartal

Egill Helgason
Miðvikudaginn 16. september 2015 20:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn geta talað af léttúð um framferði Ísraela í Palestínu. Mesta léttúðin er líklega sú að tala um gyðingahatur í þessu sambandi. Þá er umræðan leidd út í algjöra vitleysu, enda er tilgangurinn ekki annar en sá að rugla.

Í síðustu stórárás Ísraela á Gaza drápu þeir 504 börn. Nöfn þeirra og aldur má lesa á lista í breska íhaldsblaðinu Daily Telegraph.

Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir að Gaza verði óbyggilegt eftir 5 ár.

Svokallaðar landnemabyggðir á svæðum Palestínumanna halda áfram að breiðast út í trássi við alþjóðalög. Í raun er þetta ekki annað en fínt heiti yfir gróft rán á landi, verðmætum og vatni sem fer fram með vopnavaldi. Unnið er að því kerfisbundið að flæma Palestínumenn frá Jerúsalem. Löngum kallaðist svona framferði nýlendustefna – og það er hið rétta heiti.

Landránsbyggðirnar eru meira en hundrað talsins, eins og má lesa á vef ísraelsku mannréttindasamtakanna Btselem.

Viðskiptabanni Reykjavíkur á Ísrael kann að vera erfitt að framfylgja, en með því eru send skilaboð – og þau heyrast í Ísrael.

Það er gott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur