fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Kiljan í kvöld – Íslandsvinirnir Eggers og Mitchell og fleiri flottir höfundar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 16. september 2015 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld verður sérstök útgáfa af Kiljunni þar sem verður fjallað um Bókmenntahátíð í Reykjavík, einkum þó erlendu höfundana sem komu á hátíðina. Sumir þeirra eru stórfrægir, aðrir minna frægir, en flestir afar áhugavert fólk.

Meðal þeirra sem koma fram í þættinum eru Dave Eggers, David Mitchell, Hassan Blasim, Pierre Lemaitre, Ana Maria Shua, Katja Kettu, Timur Vermes og Helle Helle.

Myndin hér að neðan af Dave Eggers sem er líklega þekktasti höfundurinn sem kom á hátíðina, en það var góðgerðastarf hans sem átti hug hans allan. Eggers hefur beitt sér fyrir því að kenna ungu fólki sem kemur úr efnalitlu umhverfi og innflytjendabörnum að tjá sig í rituðu máli, en þetta átak ber heitið 826 Valencia. Hugmyndir eru uppi um að setja á stofn miðstöð í anda Eggers á Íslandi.

Eftir því sem ég best veit hefur Kári Stefánsson áhuga á að beita sér fyrir þessu, en þeim Eggers varð vel til vina meðan rithöfundurinn dvaldi á Íslandi.

Annars finnst manni Ísland allt í einu vera um þjóðbraut þvera, því bæði Eggers og David Mitchell – sem líklega verða að teljast tveir frægustu höfundarnir á hátíðinni – tengjast landinu mikið. Eggers kom hingað oft á fyrstu árum aldarinnar en þá prentaði Oddi bókmenntatímarit hans sem nefnist McSweeney’s, en Ísland kemur gjarnan fyrir í bókum Mitchells sem segist í viðtali bæði áforma að skrifa eitthvað um leiðtogafundinn 1986 og atburði á Íslandi árið 1000.

 

url

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur