fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Píratar slá met

Egill Helgason
Þriðjudaginn 1. september 2015 19:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratar eru að slá alls konar met – í skoðanakönnunum. Þeir eru komnir upp í fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn gat vænst á góðum degi. Þeir eru að halda fylgi sem er yfir þrjátíu prósent mánuð eftir mánuð og halda áfram að hækka sig, eru nú komnir í 35,9 prósent.

Þetta er á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn fer niður í 21,6 prósent og hefur ekki mælst minni síðan í hruninu. Á tímanum sem mælingin fór fram sendu Píratar frá sér róttæka sjávarútvegsstefnu og voru kallaði rótlausir af formanni Sjálfstæðisflokksins.

Það er ljóst að önnur eins ógn hefur ekki steðjað að fjórflokknum. Samfylkingin, með 9,3 prósent, hefur aldrei mælst lægri, en Vinstri grænir eru þó líklega sæmilega sáttir með sín 11,8 prósent. VG getur kannski orðið samstarfsflokkur Pírata í ríkisstjórn – eða ekki…?

Nú virðist eiga að hraða einhverjum stjórnarskrárbreytingum í gegnum Alþingi – líklega í von um að gera Píratana óvirka. Ætli það stoði mikið?

Það er mitt kjörtímabil og mikill gangur í efnahagslífinu. Íslenska ríkið fær klapp á bakið frá OECD. Slíkt virðist ekki hafa nein áhrif á kjósendur, ríkisstjórnin er feiki óvinsæl, samanlagt eru Framsókn og Sjálfstæðisflokkur með 32,7 prósenta fylgi. Þessar niðurstöður spegla ógeð á hefðbundnum stjórnmálum – flokkarnir eiga varla séns nema þeir fari í rækilega sjálfsskoðun, tileinki sér aðeins meiri auðmýkt, loki á grimmustu hagsmunatengslin og hefji raunverulegar umbætur í heilbrigðismálum, húsnæðismálum og peningamálastjórnun.

Nema þeir stóli á að hífa sig upp með einhverjum brellum þegar styttist í kosningar. Það gæti auðvitað líka verið, en eftir því sem mánuðum Pírata á toppnum fjölgar minnka líkurnar á að það sé hægt.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“