fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Rótlausa fólkið og þeir sem eru af gamalli rót

Egill Helgason
Mánudaginn 31. ágúst 2015 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reikult er rótlaust þangið,
rekst það um víðan sjá.
Straumar og votir vindar
velkja því til og frá.

Fuglar flugu yfir hafið
með fögnuði og vængjagný,
– hurfu út í himinblámann
hratt eins og vindlétt ský.

Þangið, sem horfði á hópinn,
var hnipið allan þann dag.
Bylgjan, sem bar það uppi,
var blóðug um sólarlag.

Ég sá að gáfuðum vini mínum á Facebook, Viðari Víkingssyni, hafði komið þetta í hug þegar hann las orð Bjarna Benediktssonar um rótleysi Pírata. Þetta er úr kvæði eftir Jóhann Sigurjónsson.

Nú bætir Brynjar Níelsson um betur og segir að Píratar séu „rótlausir kennitöluflakkarar í pólitík“.

Eins og Sigurjón Magnús Egilsson sagði á Sprengisandi í gær verður Bjarni Benediktsson seint vændur um rótleysi. Hann er af gamalli valdaætt og  óx beina leið upp af gamalli rót, MR, lögfræðinni, Sjálfstæðisflokknum.

Það er samt umhugsunarvert að Píratar eru farnir að laða til sín, og það er sjálfsagt óhjákvæmilegt, fólk sem hefur komið víða við í pólitík. Þar innan um er fólk sem hefur verið á ferðinni í Borgarahreyfingunni, Dögun og Lýðræðisvaktinni og sér tækifæri til að hafa áhrif í gegnum Pírata. Sumt af því er það sem má kalla einsmálsfók – sumir meta allt út frá nýrri stjórnarskrá, aðrir út frá verðtryggingu eða kvótakerfinu, svo nokkuð sé nefnt.

Það getur verið mikil list að halda saman flokki sem hefur slíkt fólk og svo eindregin sjónarmið innan sinna raða. Þarna er innan um fólk sem er tamt að líta á hverja málamiðlun, hverja eftirgjöf, sem svik. Sérstaklega gæti það verið vandasamt ef Píratar komast nær því að vinna stóran kosningasigur – hvað þá ef þeir komast í ríkisstjórn.

Athyglisvert er að Guðmundur Steingrímsson fór aðra leið með Bjarta framtíð sína. Hann lokaði á einsmálsfólkið, gætti þess að það kæmist ekki á fundi hjá BF. Þetta gekk ágætlega framan af, en fór svo að virka öfugt. Flokkur Guðmundar fór að líta út eins og vinahópur, klíka, þar sem þrífst engin alvöru pólitísk umræða eða hugmyndir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“