fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Kensingtonsteinninn, Vínlandskortið og víkingaþorp í suðurhöfum

Egill Helgason
Sunnudaginn 30. ágúst 2015 18:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar staldraði ég við í Alexandria í Minnesota, en þar er varðveittur hinn svonefndi Kensington-rúnasteinn. Sænskur innflytjandi, Olof Ohman, á að hafa fundið steininn árið 1898. Sagan er sú að steinninn hafi verið höggvinn af norrænum mönnum árið 1362, og segir á steininum að þeir hafi verið þarna lengst inni í „Vínlandi“ á flótta undan indíánum sem voru búnir að drepa tíu þeirra.

Steinninn var strax umdeildur, hann átti sér nokkra ákafa formælendur, en flestir voru á þeirri skoðun að hann væri gróf og kjánaleg fölsun. Þetta var á tíma þegar margir Norðurlandabúar höfðu flutt til Ameríku, þeir vildu gera sig gildandi og áhugi var á Leifi Eiríkssyni og vesturferð hans. Margir Svíar og Norðmenn settust einmitt að á svæðinu þar sem steinninn fannst.

Ein kenningin var sú að þarna hefðu verið á ferðinni menn í svokölluðum Knútson-leiðangri, að þeir hafi verið sendir af Magnúsi Eiríkssyni smek, konungi Noregs og Svíþjóðar, til að kanna kristnihald meðal norrænna íbúa á Grænlandi. Þeir hafi verið að ganga af trúnni. Þessi leiðangur hafi gert lykkju á leið sína og farið alla leið til svæðisins þar sem nú er Minnesota.

Hjalmar Holand, sá sem ákafast reyndi að sannfæra fólk um sannleiksgildi Kensington-steinsins, hélt því fram að ljósleitir indíánar af Mandan-ættbálki við Missouri-fljót væru afkomendur hinna norrænnu langferðamanna.

En steininn má semsagt sjá á safninu í Alexandria og þar er best að hafa ekki hátt um að hann sé líklega óekta. Honum er skipað í öndvegi og búið glæsilega um hann. Alexandria er ekki fjölfarinn staður, og steinninn er flestum gleymdur. En einstaka sinnum kemst hann aftur inn í umræðuna, eins og þegar Robert Hall, prófessor við Cornell-háskóla, hélt því fram fyrir tuttugu árum að hann væri ófalsaður og fullyrti hópar norrænna manna hefðu flakkað um meginland Ameríku.

Kensington-runestone

Kensington-rúnasteinninn minnir á Vínlandskortið sem var feikilega umdeilt á árunum í kringum 1960. Það fannst innan í gömlu handriti 1957 og var gefið Yale-háskóla. Kortið á að vera frá 15. öld og viti menn, það er land þar sem Ameríka er – fyrir tíma Kólumbusar. Meðal þeirra sem tóku til máls um kortið voru vinirnir Jón Helgason og Halldór Laxness – þeir töldu það báðir vera hlægilega fölsun. En inngrip þeirra sýnir að virtir að menntamenn tóku málið nógu alvarlega til að tjá sig um það.

Screen Shot 2015-08-30 at 09.53.39

Frá Bandaríkjunum berast stundum fréttir af því að fundist hafi minjar frá víkingatímanum, yfirleitt er það eitthvað málum blandið utan rústirnar í L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi sem er almennt talið að séu ekta og til marks um að norrænir menn hafi komist yfir hafið að ströndum Ameríku.

Og svo má líka lesa svona skemmtilegar fréttir eins og þessa, á vefnum Worldnewsdailyreport, en þar segir frá því að fornleifafræðingar hafi nýskeð fundið víkingaþorp á vesturströnd Ástralíu. Segir í fréttinni að minjarnar séu frá því um 1000, frá tíma víkingaferða og að þarna hafi norrænir menn nær örugglega verið á ferð.

Screen Shot 2015-08-30 at 10.06.56

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“