fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Bóklestur, bylting Gutenbergs og stafræna byltingin

Egill Helgason
Laugardaginn 29. ágúst 2015 15:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ágætt að fara í lestrarátök, og þau geta kannski aukið bóklestur tímabundið á einhverju svæði, en það breytir ekki þeirri staðreynd að lestur bóka er hverfandi fyrirbæri. Bókin var stórkostleg bylting þegar Gutenberg fann leið til að fjölfalda hana á 15. öld. Þarna var kominn grundvöllur að því að almenningur yrði læs og ótrúlega öflugt tæki til að dreifa hugmyndum. En framþróun var hæg á þeim tíma, það tók mörg hundruð ár áður en uppfinning Gutenbergs náði almennri dreifingu.

Internetið náði alheimsútbreiðslu á örfáum áratugum og á fáum árum er milljarður jarðarbúa kominn á Facebook. Þetta er alveg nýr veruleiki. Nú er enn uppi talsvert af fólki sem man tímann fyrir internetið – það er tíminn þegar bækur voru enn mjög öflugur fjölmiðill. Á næstu áratugum mun þetta breytast, þá þekkir fólk ekki annað en hin stöðugu samskipti internetsins. Netið virkar allt öðruvísi en bækur, maður er sífellt að fara úr einu í annað, maður les vissulega en textarnir eru stuttir, oftast ekki nema brot, maður þarf lítið að muna –  reyndar er líklegt að netnokun valdi því að minninu hrakar. Og kannski er ekki þörf á að muna þegar maður þarf ekki annað en að smella til að ná í allar upplýsingar heimsins.

Þetta umhverfi er mjög andsnúið bóklestri – og ekki furða að mörgum börnum og unglingum þyki það vera algjör tímaskekkja að lesa bækur. Lestur af gamla taginu þar sem maður er einn með bók er á hröðu undanhaldi. Sá sem er á stöðugu flökti um internetið á líka erfitt með að einbeita sér að lengri texta.

Ein kenningin er að bylting Gutenbergs hafi rutt burt þeirri list að muna sögur og ljóð. Internetbyltingin – eða stafræna byltingin – er líklega ennþá stærri og hefur meiri áhrif á hvernig við notum heilann okkar, minnið og hvernig við upplifum heiminn.

Hætt er við að lestrarátök geti litlu breytt um þetta, ekki einu sinni þótt reynt sé að borga börnum fyrir að lesa, eins og Jón Gnarr leggur til í ágætri grein í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“