fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Sjúkt kerfi

Egill Helgason
Mánudaginn 24. ágúst 2015 23:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður les á vef lítils hóps, sem má líklega telja lengst til hægri, að á Íslandi hafi ekki orðið neitt hrun. Nei, nei. Allir bankar landsins féllu með brauki og bramli, sömuleiðis næstum allir sparisjóðir og fjölmörg stórfyrirtæki. Hlutabréfamarkaður fór úr 9040 stigum í rúmlega 300 á stuttum tíma.

Það er kaldhæðnislegt að sama dag og þessi grein birtist fellur hlutabréfamarkaður í Kína og á eftir hlutabréfamarkaðir um allan heim. Þarna er bara um fáein prósent að ræða, en samt er farið að hrópa „hrun, hrun!“

Aðallega sýnir þetta hvað kerfi spákaupmennsku sem veröldin býr við er sjúkt. Í Kína hefur verið einhver stærsta efnahagsbóla allra tíma, það er sagt að 90 milljón manns séu að spila á hlutabréfamarkaði og byggðar hafa verið heilu borgirnar þar sem enginn býr – draugaborgir. Almenningur er látinn fjárfesta í þessari sérkennilegu uppbyggingu. Það vita allir að þetta getur ekki annað en hrunið – það er eingöngu spurning hversu stór bresturinn verður. Menn ættu í raun að vera búnir undir það – en kerfið býður ekki upp á slíka fyrirhyggju.

Í Bandaríkjunum hafa hlutabréfamarkaðir farið síhækkandi, það sem gerist núna er ekki annað en að hluti af þessum hækkunum ganga til baka. Hlutabréfaverðið er úr öllum takti við sjálft raunhagkerfið – það eru heldur ekki bara verðbréfasalar af holdi og blóði sem eru að véla þarna um, heldur líka tölvur sem kaupa og selja á sekúndubroti. Leikurinn verður sífellt klikkaðri – en fyrirtæki gíra sig stöðugt meir inn á frammistöðu á hlutabréfamarkaði, skammtímagróðann, fremur en hæga og markvissa uppbyggingu. Allt er þetta eins ósjálfbært og hugsast getur.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk