fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Aðhald sem hugmyndafræði

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. ágúst 2015 17:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Aðhald“ í ríkisfjármálum er ríkjandi stefna Íhaldsflokksins í Bretlandi. Helsti talsmaður hennar er George Osborne, sem nú er talinn valdamesti maður Bretlands. Þeir eru til sem halda því fram að „aðhald“ – austerity á ensku – sé harðsvíruð hægri sinnuð hugmynd, hönnuð til þess að grafa undan stofnunum ríkisins með því að svelta þær, koma þjónustu sem ríkið hefur veitt í hendur einkaaðila og lækka skatta – þá helst á þeim sem eiga mikið fyrir. Staðreyndin er nefnilega sú að aðhaldsstefna bitnar oft verst á þeim sem veikast standa.

Um þetta hefur til dæmis Paul Krugman skrifað margar greinar. Aðhaldið er samkvæmt þessu partur af hugmyndafræði og byggir langt í frá alltaf á nauðsyn. Og, svo er líka hugsanlegt, að aðhaldið sé yfirvarp til að ná því markmiði að þrengja að samneyslunni.

Ísland gekk í gegnum langt aðhaldstímabil eftir hrun, að sumu leyti af því þjóðin átti ekki annarra kosta völ. Ríkið getur reyndar prentað peninga, en þeir eru verðlausir annars staðar en hér í landinu. Aðhaldið bitnaði hart á heilbrigðis- og menntakerfinu – svo mjög að tala má um stórskaða. Og það er væntanlega líka vegna aðhalds að menn hafa ekki tímt að byggja upp fyrir það sem nú er stærsta atvinnugrein landsins, ferðamennskuna. Niðurstaðan er sú að þar stefnir víða í óefni.

Formaður fjárlaganefndar boðar meira aðhald í viðtali í dag, „áframhaldandi aðhaldskrafa“ er það kallað. Jú, það er sjálfsagt að sýna ráðdeild í ríkisrekstri eins og annars staðar. En skyldi hún vita að þarna er hún ef til vill undirgangast eindregna hægri sinnaða hugmyndafræði – sem rímar kannski ekki alveg við velferðaráherslurnar sem Framsóknarflokkurinn vill sumpart vera þekktur fyrir?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk