
Stýrivextir á Íslandi voru hækkaðir í gær, eru nú 5,5 prósent. Vextir í vestrænum löndum eru yfirleitt nálægt núllinu um þessar mundir.
Seðlabankastjóri segir að nýgerðir kjarasamningar séu aðalskýringin á vaxtahækkuninni.
Laun hækka semsagt eitthvað smávegis á Íslandi og þetta þarf að taka strax aftur í formi hærri vaxta.
Sem eru eins og áður segir margfaldir á við það sem gerist annars staðar í hinum vestræna heimi.
Þarf fleiri vitna við um að þetta kerfi er ónýtt?