fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Réttast væri að spila ekki eina einustu nótu á menningarnótt

Egill Helgason
Miðvikudaginn 19. ágúst 2015 19:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn er menningarnótt, það er fyrst og fremst tónlistarhátíð. Borgarstjórnin í Reykjavík er afar stolt af henni.

En á sama tíma stendur borgarstjórnin fyrir aðför að tónlistarnáminu í borginni. Það sætir gríðarlegu fjársvelti, tónlistarskólarnir upplifa stöðugan niðurskurð, og nú er framhaldsnám í tónlist í uppnámi vegna togstreitu milli borgar og ríkis. Ekki verður betur séð en að borginni sé í lófa lagið að leysa þann hnút. Nokkrir tónlistarskólar stefna beinlínis í gjaldþrot.

Ég vona að menntamálaráðuneytið taki þetta líka til sín – því það á líka part af skömminni.

Góðir tónlistarskólar og almennt aðgengi að þeim hefur lengi verið metnaðarmál í bæjarfélögum á Íslandi. Þetta hefur fætt af sér afar skemmtilegt og fjölbreytt tónlistarlíf á Íslandi og fer sögum af því víða um heim. Nú virðist borgarstjórn Reykjavíkur kæra sig kollótta þótt þetta kerfi molni niður og líði undir lok – og er hún þó skipuð fólki sem margt gefur sig út fyrir að hafa listáhuga.

Auðvitað verður það ekki, en mátulegt væri á borgarstjórnina að enginn tónlistarmaður spilaði svo mikið sem eina nótu á menningarnótt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk