fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Uppspretta óstöðugleika

Egill Helgason
Miðvikudaginn 19. ágúst 2015 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seðlabankinn hækkar vexti og við erum óþyrmilega minnt á að við endum allaf á sama stað á Íslandi – með óheyrilegan fjármagnskostnað sem sligar bæði fólk og fyrirtæki.

En nú lifum við í alþjóðavæddu hagkerfi þar sem stóru fyrirtækin hafa mestallt sitt í erlendum gjaldmiðlum – það búa semsagt tvær þjóðir í landinu – og maður les líka að stór hluti íslenskra auðmanna velji að hafa búsetu erlendis.

Og svo eru það vaxtamunarviðskiptin, því verður ekki trúað að stjórnvöld falli í þá gryfju að leyfa fjármagni í leit að skjótri ávöxtun dælast inn í landið eins og var fyrir hrun. Slík spákaupmennska var eitt af því sem felldi íslenska hagkerfið 2008.

Allt ber þetta að sama brunni – íslensku krónunni. Hún er og verður uppspretta óstöðugleika, þótt gengishrap hennar hafi að sumu leyti verið gagnlegt til að ná Íslandi upp úr hruninu.

En hvað er þá til ráða? Íslendingar vilja ekki Evrópusambandið og evruna – og satt að segja er sá kostur ekki fýsilegur eins og stendur. Vangaveltur um norska krónu og kanadadollar voru aldrei nema della – og nú eru bæði Noregur og Kanada í vandræðum vegna þess að olíuverð hefur hríðlækkað.

En ríkisstjórn sem vill vera umbótasinnuð í alvöru, og vinna verk sem skipta máli, ætti að setja peningastefnuna í forgang. Ekki verður lengur búið við vaxtabrjálæðið á Íslandi. Við getum ekki leitt svona óstjórn yfir ungt fólk.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk