fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Með góðu fólki í Vesturheimi

Egill Helgason
Miðvikudaginn 12. ágúst 2015 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef verið á ferðalagi á slóðum Vestur-Íslendinga undanfarið og notið þeirrar gæfu að hitta fólk sem kemur fyrir í þáttunum Vesturfarar. Viðtökurnar eru einstakar eins og endranær á þessum slóðum, gestrisni, kátína, sögur, söngur.

Ég kom til Norður-Dakóta, hitti ekki Kristínu Hall, sem nú er orðin 106 ára, en í Garðar tók á móti okkur Jón Jónsson, sá sjötti í röðinni í ætt sinni, hann er sérstakt eðalmenni Jón, launfyndinn, lítillátur og vitur.

 

egillogjon

 

Í Winnipeg hitti ég Jóhönnu Wilson. Í þáttunum fer ég í kökuboð til hennar og hitti þar nokkurn fjölda fjallkvenna. Hæun hefur um árabil verið einn af leiðtogum Íslendingasamfélagsins í Manitoba og er elskuð og dáð. Jóhanna er 95 ára en hyggur á Íslandsferð í haust.

 

JOHNNA5

 

Hér er svo sögumaðurinn og söngmaðurinn Óli Narfason á Víðivöllum á Nýja Íslandi. Óli er fæddur 1925 – ætli megi ekki segja að hann hafi slegið í gegn í Vestufaraþáttunum. Altént segist hann sjálfur vera frægur eftir að þeir voru sýndir. Það er mér mikil ánægja að þættirnir, sem voru settir á diska með enskum texta, hafa borist vítt og breitt um samfélög Íslendinga í Norður-Ameríku.

20150811_094525

 

Með Nelson Gerrard. Nelson er sagnaritari Nýja Íslands og hefur safnað gríðarlegu magni af skjölum, ljósmyndum auk bóka og alls kyns muna – það er ómetanlegt safn. Nú er það reyndar landbúnaður sem á hug hans allan eftir að hann eignaðist jörð skáldsins Guttorms J. Guttormssonar, Víðivelli. Myndin er tekin við Engimýri, gamalt hús sem Íslendingafélagið í Riverton hefur verið að gera upp af miklum myndarskap.

 

11857596_779881878775714_1089660258_n

(Ljósmyndir eftir Ragnar Snæ Karlsson, Bergdísi Sigurðardóttur og Wanda Anderson.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk