fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Óvinsæl ríkisstjórn – í miklum efnahagsuppgangi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 11. ágúst 2015 21:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið er rætt um stöðu Bjartrar framtíðar. Í stjórnmálum dagsins er virkar hún þó eins og algjört aukaatriði. Þetta er til marks um gúrkutíð.

Stóru fréttirnar á Íslandi þetta sumar eru í hvernig allt er á uppleið í efnahagslífinu. Gjaldeyrir dælist inn með erlendum ferðamönnum. Það er meiri makríll í sjónum en nokkru sinni. Það er vænn afgangur af ríkissjóði vegna aukinna skatttekna. Stórar fjárhæðir munu koma frá þrotabúum bankanna til að grynnka á skuldum Íslands – sem verða ekki lengur háar í alþjóðlegum samanburði.

Og stóra pólitíska spurningin er hvers vegna þetta er ekki að nýtast ríkisstjórninni til fylgisaukningar? Hvers vegna eru Píratar, flokkur sem er nánast óskráð blað, fylgismesta stjórnmálaaflið í svona ástandi? Á fylgið eftir að skila sér til stjórnarflokkanna í auknum mæli, gæti það gerst þegar dregur nær kosningum – eða er undirliggjandi óánægja með stjórnarfarið svo mikil á Íslandi að ekki einu sinni mikill efnahagsuppgangur nær að lægja hana?

Það væri þá líklega í fyrsta sinn – eða hvað? Þing hefst aftur 8. september og þá verður forvitnilegt að sjá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk