

Í mannréttindasafninu í Winnipeg sem ég skrifaði um í gær er margt sem vekur mann til umhugsunar. Sumt kallar reyndar fram gleði vegna hluta sem hafa áunnist í mannréttindamálum. Annað vekur djúpa hryggð og óhug.
Í deildinni þar sem er fjallað um skelfileg fjöldamorð er líkan af útrýmingarbúðunum í Auschwitz.

En þar er líka að finna þessa ljósmynd af „starfsfólki“ í Auschwitz á góðum degi, þetta er ungt fólk, það er að skemmta sér, skellihlæjandi. Virkar ofurvenjulegt. Og það er náttúrlega einhver mesti hryllingurinn við helförina – hún var að miklu leyti framkvæmd af „venjulegu“ fólki?
En var þetta fólk þá líka orðið að skrímslum? Eru þetta skrímsli á myndinni? Þessar hlæjandi ungu konur?
