fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Trúarbragðastríð – á 21. öld

Egill Helgason
Föstudaginn 31. júlí 2015 12:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manni hefði þótt það algjörlega óhugsandi þegar maður var að alast upp á tíma kalda stríðsins, að fáum áratugum síðar snerust stríðsátök í heiminum um trúarbrögð. Nei, maður hefði ekki trúað því.

En nú, aldarfjórðungi eftir að kalda stríðinu lauk, horfir maður upp á túarbragðastríð og – átök út um allan heim. Það sem fær mesta athyglina er stríðið í Sýrlandi og Írak, en staðirnir eru miklu fleiri.

Eitt hræðilegasta stríðið geisar í Miðafríkulýðveldinu þar sem hersveitir kristinna manna ofsækja múslima af mikilli grimmd. Mörg þúsund manns hafa dáið og moskur hvarvetna verið brenndar.

En ofsóknirnar eru á báða bóga. Guardian fjallaði nýlega um hlutskipti kristins fólks víða um heim, aðallega í ríkjum þar sem íslam er við lýði en líka víðar. Það er skelfileg lesning.

Eins og ég segi – þegar ég var að alast upp hafði maður ekki haft hugmyndaflug til að ímynda sér að trú yrði í framtíðinni aðaluppretta styrjalda og manndrápa. Maður hélt einfaldlega að slíkt heyrði sögunni til.

religious war-1

Trúarbragðastríð geisuðu í Evrópu á 16. og 17. öld og léku álfuna grátt. Í þrjátíu ára stríðinu voru heilu sveitirnar lagðar í auðn og mannfallið var ógurlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk