fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Er einhver við?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. júlí 2015 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stendur yfir leiðtogakjör í Verkamannaflokknum breska. Í Guardian skrifar Frankie Boyle meinhæðna grein þar sem segir að eins og stendur gæti flokkurinn eins verið rekinn af tölvupóstfangi þar sem enginn er við vegna fría.

Einhvern veginn á þetta ágætlega við vinstri vænginn í íslenskri pólitík, allt frá Bjartri framtíð um Samfylkingu yfir í Vinstri græna.

Hvers vegna er engin umræða á vinstri væng stjórnmálanna um hluti sem skipta máli – já, einfaldlega hvernig samfélagi við viljum búa í ? Engin umræða um stefnu, um hugmyndir, um þróun í stjórnmálum á alþjóðavísu?

Hví þessi ótrúlega værukærð – eða á maður að kalla það leti?

Þessir stjórnmálaflokkar eru kreppu allir með tölum, BF og Samfylking virðast við dauðans dyr, VG getur kannski haldið áfram svona upp á gamlan vana. Vinstri vængurinn í íslenskum stjórnmálum er lamaður – hann hefur orku til handa uppi smá andspyrnu á þingi, aðallega í formi málþófs, en frá honum koma engar hugmyndir.

Reið stjórn Jóhönnu og Steingríms vinstrinu að fullu? En eftir hana var kosið nýtt forystufólk – og samt hefur fylgið haldið áfram að minnka.

Kannski er heldur ekki við foringjana að sakast. Er fólk eftir í þessum flokkum til að halda uppi stjórnmálastarfi, til að reisa þá upp aftur? Eða svo vitnað sé aftur í greinina í Guardian – er einhver við?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk