
„Ferðamannahægðir“ er líklega orð sumarsins – orð sem lýsir vel umræðunni og tíðarandanum sumarið 2015.
DV skýrir frá því að slökkvilið hafi verið kallað út til að hreinsa „ferðamannahægðir“ af bílastæði við Leifsstöð – til að bíta höfuðið af skömminni var þetta bílastæði fatlaðra.
Fyrir nokkrum árum kom ég út af heimili mínu, það var sumarmorgunn. Þá voru einmitt svona „hægðir“ á stétt í garðinum.
Ég tók á það ráð að ná í garðslöngu til að spúla „hægðirnar“ burt – kom ekki í hug að kalla á slökkviliðið.
En ég veit ekki hvort þetta voru „ferðamannahægðir“. Úr því fæst væntanlega aldrei skorið.