fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Ávarp til auðkýfinga

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. júlí 2015 00:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í grein á Eyjunni segir að misskipting auðsins sé orðin svo mikil að ríkasta fólk í heimi sé farið að óttast byltingu, uppreisn, dauða. Ástandið muni bara versna þegar vélar taka störfin af venjulegu fólki. Eyjan vitnar meðal annars í fræga grein sem ber heitið „The pitchforks are coming… for us plutocrats“. Þar segir meðal annars um ástandið í Bandaríkjunum.

Ójöfnuðurinn er svo gríðarlegur að landið okkar er að breytast úr kapítalísku samfélagi í lénsveldi. Millistéttin hverfur ef stefnunni verður ekki gjörbreytt og þá erum við komin aftur í Frakkland átjándu aldar, fyrir byltinguna. Þess vegna er ég með skilaboð til minna moldríku félaga í lokuðum kúluheimi okkar: Vaknið. Þetta gengur ekki. Ef við gerum ekkert til að lagfæra óréttlætið í efnahagslífinu, þá verðum við elt með heykvíslum.

Við þetta rifjast upp kvæði sem hefur verið talsvert í umræðunni í Þýskalandi síðustu ár. Það er eftir skáldið og rithöfundinn Erich Kästner og nefnist Ansprache an Millionäre. Svo vill til að kvæðið er til í meistaralegri þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar og nefnist þar Ávarp til auðkýfinga, þarna er beinlínis sagt að það sé þeirra „hagur að semja“ og höfðað til „skynsemi“ hinna auðugu.

 

Af hverju viljið þér ólmir bíða
eftir því, að þeir kýli niður
stásskonur yðar og stofurakka
og stytturnar moli á sjálfum yður?

Eruð þér svona seinir að hugsa?
Senn verða snarari gestir inni,
fleygja yður út sem dauðri dulu
og draga við hún á fánastönginni,

opna yðar bíl með eldhúshnífum,
eta yðar hænsni í salnum gyllta!
Andvörp, blótyrði og bænir yðar
bíta ekki á skrápa slíkra pilta.

Þá spýta marmarabrunnar blóði!
Byssur gera yður heyrinkunnar
raddir þögulla manna, er myrða
af miskunnarleysi náttúrunnar.

Haldið þér kannski, að von úr viti
vaxi myntin og seðlagrúinn,
víxlar og afsöl, í öruggum skápum?
Allt mun það fara í súginn!

Höfðingjar gulls og járns á jörðu,
jöfrar laganna öðrum fremur:
Hugsið þér aldrei um úrlausn sjálfir,
áður en hefndin kemur?

Hér er ei þörf neinnar hjartagæzku.
Hana eigið þér ekki! Og vér því síður!
Ei þér, heldur viðskipti vor skulu breytast!
Nú vitið þér hvað oss líður!

Ég held, að það væri yður hagur að semja,
– hvað sem líður nú vinsemi yðar:
Ég skrafa ekki um mannúð – ég skírskota bara
til skynsemi yðar!

Þér neitið? – Mér finnst þetta fráleitt af yður!
En fyrst þér nú samt kjósið allan skaðann,
þá hugsið um málið á himnum – og sendið
oss hraðskeyti þaðan!

Á frummálinu hljómar kvæðið svona:

Warum wollt ihr so lange warten,
bis sie euren geschminkten Frauen
und euch und den Marmorpuppen im Garten
eins über den Schädel hauen?

Warum wollt ihr euch denn nicht bessern?
Bald werden sie über die Freitreppen drängen
und euch erstechen mit Küchenmessern
und an die Fenster hängen.

Sie werden euch in die Flüsse jagen.
Sinnlos werden dann Schrei und Gebet sein.
Sie werden euch die Köpfe abschlagen.
Dann wird es zu spät sein.

Dann wird sich der Strahl der Springbrunnen röten.
Dann stellen sie euch an die Gartenmauern.
Sie werden kommen und schweigen und töten.
Niemand wird über euch trauern.

Wie lange wollt ihr euch weiter bereichern?
Wie lange wollt ihr aus Gold und Papieren
Rollen und Bündel und Barren speichern?
Ihr werdet alles verlieren.

Ihr seid die Herrn von Maschinen und Ländern.
Ihr habt das Geld und die Macht genommen.
Warum wollt ihr die Welt nicht ändern,
bevor sie kommen?

Ihr sollt ja gar nicht aus Güte handeln!
Ihr seid nicht gut. Und auch sie sind’s nicht.
Nicht euch, aber die Welt zu verwandeln,
ist eure Pflicht!

Der Mensch ist schlecht. Er bleibt es künftig.
Ihr sollt euch keine Flügel anheften.
Ihr sollt nicht gut sein, sondern vernünftig.
Wir sprechen von Geschäften.

Ihr helft, wenn ihr halft, nicht etwa nur ihnen.
Man kann sich, auch wenn man gibt, beschenken.
Die Welt verbessern und dran verdienen –
das lohnt, drüber nachzudenken.

Macht Steppen fruchtbar. Befehlt. Legt Gleise.
Organisiert den Umbau der Welt!
Ach, gäbe es nur ein Dutzend Weise
mit sehr viel Geld…

Ihr seid nicht klug. Ihr wollt noch warten.
Uns tut es leid. ihr werdet’s bereuen.
Schickt aus dem Himmel paar Ansichtskarten!
Es wird uns freuen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk