fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Þeir eru öðruvísi

Egill Helgason
Mánudaginn 27. júlí 2015 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jermy Corbyn, sá sem flýgur hæst í leiðtogakjöri í Verkamannaflokknum breska, lítur út eins og Jón Bjarnason. Hann er meira að segja með húfu eins og Jón Bjarnason.

En hann er öðruvísi en hersingin sem var í framboði í síðustu kosningum, hin einsleiti hópur sem samanstóð af David Cameron, Nick Clegg og Ed Miliband. Þeir eru allir eins, klæðast eins, hugsa eins – þeir eru steyptir í sama mót, atvinnupólitíkusar með hjörð spunalækna í kringum sig. Svara helst eins litlu og þeir geta en hafa um það mörg orð – í sínum dökku jakkafötum með vandlega valin hálsbindi.

Corbyn er kannski ekkert sjarmatröll, en hann svarar blátt áfram, segir sína meiningu. Að því leyti er hann eins og Bernie Sanders í Bandaríkjunum sem kemst alltaf beint að kjarna máls, fer aldrei undan í flæmingi, felur ekki það sem hann er að meina með orðavaðli.

Það er til marks um hversu langt stjórnmálin hafa færst til hægri síðustu áratugi að þessir menn skuli álitnir ógurlega langt til vinstri. Það eru þeir ekki, þeir tala fyrir sjónarmiðum sem þóttu sjálfsögð fyrir tíma Reagans og Thatcher  – fyrir réttindum vinnandi fólks og auknum jöfnuði, gegn stríðsbrölti og ofurvaldi fjármagnsaflanna.

Og þess vegna kemur það stjórnmálastéttinni alveg í opna skjöldu hversu víða skírskotun Corbyn og Sanders hafa þótt þeir séu gamlir og gráir og alveg lausir við að vera sléttir og felldir. Það er ekki vegna þess að þeir eru svo vinstri sinnaðir – sýnt hefur verið fram á að kjósendur Íhaldsflokksins taka undir mörg stefnumál Corbyns – heldur vegna þess að þeir eru öðruvísi.

Ef við beinum sjónum hingað til Íslands, þá er þetta líka stór hluti af skýringunni á því hvers vegna Píratar eru svo vinsælir. Þeir eru öðruvísi.

Jeremy-Corbyn-10_3328947b

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk