fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Þægilega smátt mál

Egill Helgason
Mánudaginn 27. júlí 2015 14:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt vinsælasta gúrkumálið þetta sumarið er nýbygging Landsbankans. Þetta er hentugt mál fyrir stjórnmálamenn – þeir geta tekið harða afstöðu í smámáli, virka dálítið töff, og þurfa þá ekki tjá sig um stærri, mikilvægari og eldfimari mál. Það er þægilegt að hafa stóra skoðun á einni byggingu en skila auðu til dæmis hvað varðar heilbrigðismálin.

Nú hefur Landsbankinn fært alveg ágæt rök fyrir nýbyggingunni. Bankinn starfar á mörgum stöðum í bænum og að því er óhagræði og kostnaður. Hann á lóðina sem stendur til að byggja á og hún er á besta stað.

En bankar eru afar óvinsælir þessa dagana og fólki finnst upp til hópa að þeir eigi allt illt skilið, eins og til dæmis að flytja í autt skemmuhúsnæði yst á jaðri höfuðborgarsvæðisins. Hugmynd um slíkt vekur almennan fögnuð – eins og þetta sé verðug ráðning fyrir Landsbankann.

Auðvitað er þetta að sumu leyti skiljanlegt. Fyrir hrun enduðu bankar eiginlega á að segja sig úr lögum við samfélagið – og enn er sjálftaka þeirra blöskranleg.

Þar er þó í raun alveg eins við stjórnvöld að sakast og bankana – þau verða að hafa döngun í sér til að takast á við banka- og fjármálavaldið og þá ekki vegna einstakra húsbygginga. Það þarf að skoða hina gríðarlegu fyriferð banka í atvinnulífinu, á húsnæðismarkaði, vextina og vaxtamuninn, þjónustugjöldin – já allt endalausa plokkið.

Ef hin harða mótspyrna gegn húsi Landsbankans væri einhvers konar liður í þessu, þá gengdi kannski öðru máli. Þar má minna á að þingmaður Framsóknarflokks hefur lagt til að Landsbankinn verði „samfélagsbanki“.

Að því sögðu mælir margt með því að Landsbankinn byggi í Austurhöfninni. Það hlýtur að vera jákvætt að hafa svo stórt fyrirtæki í Miðborginni með öllum sínum umsvifum – eða erum við ekki einmitt að kvarta undan því þessa dagana að brátt verði ekkert í Miðbænum nema túristar?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk