fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Er Ísland ekki bara of sunnarlega?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 23. júlí 2015 17:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn fárast nú yfir því að Ísland sé ekki með á fundum fimm heimskautaríkja, Rússlands, Noregs, Danmerkur/Grænlands, Bandaríkjanna og Kanada og sé ekki haft með í yfirlýsingu um fiskveiðar í Norður-Íshafi.

Segir í fréttum að óánægja sé með þetta í íslenska utanríkisráðuneytinu. Einhverjir gera jafnvel að því skóna að þetta kunni að tengjast hvalveiðum Íslendinga. Það er ólíklegt.

Skýringin er vísast sáraeinföld. Ísland á ekki land að Norður-Íshafi, lega okkar er einfaldlega miklu sunnar. Á þetta hefur margoft verið bent þegar menn fara með himinskautum í umræðu um að framtíð Íslands liggi á Norðurskautinu. Margt af því hefur verið á stigi furðulegra hugaróra.

Staðreyndin er sú að við eigum ekki hlutdeild hugsanlegu ríkidæmi þess – sem vonandi verður seint nýtt, umhverfisins vegna.

Við erum hins vegar í Heimskautaráðinu ásamt ofantöldum þjóðum, en þar eru líka Svíar og Finnar. Þetta eru samsagt öll ríki sem eiga eitthvert land norðan við heimskautsbauginn. Við Íslendingar rétt höngum á honum – hann sker Grímsey. Grímsey er á 66 gráðum norður – eins og úlpurnar – nyrstu stöðvar Rússlands, Kanada og Grænlands eru upp undir 80 breiddargráðu og jafnvel norðar.

Ríkin fimm hafa myndað með sér eins konar innra Heimskautaráð og Íslendingar eru einfaldlega ekki með í því, eins skítt og það kann að virðast.

Þetta er heldur ekki nýtt, eins og sjá má á þessari frétt RÚV frá 2010, þá voru Rússar, Kanadamenn, Danir, Norðmenn og Bandaríkjamenn að funda um heimskautamál án þess að Íslendingar væru með – eða Svíar og Finnar. Og þá mótmæltu Íslendingar líka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk