fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Heilbrigðiskerfið verður aðalmálið – vandamálin eru yfirleitt ekki sér-íslensk

Egill Helgason
Miðvikudaginn 22. júlí 2015 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er athyglisverð fréttin sem segir að vanta muni 2 milljónir heilbrigðisstarfsmanna í Evrópu eftir aðeins fimm ár. Þetta er haft eftir Önnu Björg Aradóttur, sérfræðingi hjá Landlæknisembættinu.

Fyrir þessu eru ýmsar ástæður væntanlega, þarna er nefnt að fólk sé núorðið tregara við að fara nám í læknis- eða hjúkrunarfræði. Starfinu fylgi mikið álag og einnig sé fæli frá hversu algengt sé að verða að heilbrigðisstarfsemenn séu sóttir til saka vegna meintra mistaka í starfi.

Í Bandaríkjunum er þetta eitt af því sem gerir heilbrigðisþjónustuna svo dýra, læknar senda sjúklinga til dæmis í alls kyns próf – sem mörg ættu að vera óþarfi – en þeir vilja vera vissir og geta útilokað möguleika sem aftur gætu orðið til þess að þeir lentu í dómsmáli.

Og svo er það náttúrlega flutningur heilbrigðisstarfsfólks frá svæðum þar sem kjörin eru slök til staða þar sem kaupið er hærra og lífsgæðin eru meiri. Í Grikklandi er brostinn á stórfelldur landflótti meðal lækna, og við höfum upplifað þetta hér á Íslandi – læknar og húkrunarfræðingar fara til Noregs.

Við erum samt ekki eina þjóðin sem það á við um – frá Svíþjóð hefur líka verið mikill flutningur heilbrigðisstarfsfólks yfir til Noregs.

Við erum semsagt ekki ein með þetta vandamál Íslendingar – þótt stundum mætti halda það af umræðunni. Við erum ekki eyland í þessu efni. Og það er víðar en hér að menn láta sér detta í hug að kalla til erlent heilbrigðisstarfsfólk – sem þá kemur væntanlega af svæðum þar sem kjörin eru lakari en hér.

Og svo koll af kolli. Og auðvitað má benda á að mikill fjöldi starfa á heilbrigðisstofnunum á Íslandi er þegar í höndum innflytjenda.

Heilbrigðismálin gætu orðið mál málanna í næstu Alþingiskosningum. Þorri þjóðarinnar virðist sammála um að þurfi að gera þar stórátak, en ríkisstjórnin, með sína aðhaldsstefnu, er furðu hikandi. Nú er farið að heyrast úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins að lausnin á þessu sé einkavæðing, þingmaðurinn Sigríður Andersen beinlínis heldur því fram að uppsagnir og ónánægja hjúkrunarfræðinga sé „tækifæri“ til einkavæðingar. Varaþingmaðurinn Óli Björn Kárason skrifar að heilbrigðiskerfið verði stærsta kosningamálið 2017 og boðar aukið einkaframtak í heilbrigðiskerfinu og nefnir þar sérstaklega heilsugæsluna.

Vissulega er rétt hjá Óla að hún er í lamasessi, hefur verið illa vanrækt sem veldur vandkvæðum og kostnaði ofar í kerfinu þegar fólk fer að leita til spítala og sérfræðinga með kvilla sem ætti að vera hægt að leysa hjá heimilislæknum. En starf heimilislæknisins þykir ekki aðlaðandi í dag – og tugþúsundir landsmanna eru án slíkrar þjónustu sem eitt sinn þótti sjálfsögð.

Er einkarekstur lausn á því?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk