fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Landnámsaldarbær í Lækjargötu – nú þurfum við að vanda okkur

Egill Helgason
Mánudaginn 20. júlí 2015 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er varla forsvaranlegt annað en að bíða með hótelbyggingu í Lækjargötu nú þegar koma undan fyrirhuguðum byggingareit merkar fornminjar frá landnámsöld. Það er ekki eins og þessi þjóð sé auðug af minjum af þessu tagi. En þarna höfum við leifar af fornum bæ, að því er virðist nokkuð veglegum, sem hefur staðið milli Tjarnarinnar og sjávar. Og eins og Adolf Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, segir er þarna vísbending um að verið hafi fleiri bæir og fjölbreyttari byggð í Reykjavík á landnámsöld en áður hefur verið talið. Kannski einhvers konar þorp?

Líkt og Guðmundur Magnússon, blaðamaður og sagnfræðingur, skrifar er kannski ekki ástæða til að fara strax að fabúlera um Ingólf og Hallveigu í þessu sambandi. Hins vegar eru þarna minjar frá upphafi byggðar í Reykjavík og á Íslandi sem ætti að vera sjálfsagt að varðveita. Tilhugsunin um að byggja stórhýsi þarna ofan á virkar fráleit. Kannski mætti hanna húsið þannig að bæjarrústirnar yrðu huti af því, eins og gert var í Aðalstræti þar sem er forn bær í kjallara hótels – en þó finnst manni engin sérstök reisn yfir því.

Aðalatriðið núna ætti að vera að fornleifafræðingar fengju nægan tíma til að rannsaka bæjarstæðið og svæðið í kring. Iðnaðarbankahúsið á að rífa, grunnurinn undir því er mjög djúpur svo þar er varla neitt að finna. Hins vegar er spurning með bílastæðið hinum megin við bankann, sem veit að Vonarstræti. Menn eiga líka að fá tíma til að ákveða hvort minjarnar séu svo merkar að rétt sé að gera þær sýnilegar öllum almenningi og það til frambúðar. Slíkt myndi styrkja borgarmyndina í Reykjavík miklu fremur en nýtt hótel.

Það er spurning hvort borgin þurfi að grípa inn í með einhverjum hætti og þá með atbeina Þjóðminjasafnsins. Og svo má ekki gleyma því að sjálfur forsætisráðherrann, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur mikinn áhuga á verndun gamalla húsa og minja.

IMG_6405

Fornleifauppgröfturinn í Lækjargötu – myndin er tekin núna áðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk