fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Bakhliðin á Torfunni

Egill Helgason
Fimmtudaginn 16. júlí 2015 16:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndin hérna er úr safni kærs gamals samstarfsmanns, Tage Ammendrup. Hann vann um áratuga skeið sem upptökustjóri á sjónvarpinu og það er svo einfalt að allir elskuðu Tage. Það er dóttir hans, María, sem setti myndina á vefinn.

Hérna má sjá Skólastræti einhvern tíma fyrir 1977. Þessi hús eru afar illa farin og síðar voru þau rifin og byggt nýtt í staðinn. En þegar maður horfir á myndina sér maður sjarma í þessum gömlu húsum sem ekki er í því sem kom í staðinn. Þau eru í stílnum gamal/nýtt sem yfirleitt virkar ekki vel. Ég tala af nokkurri þekkingu, búandi hinum megin við götuna.

Húsin þarna brunnu 1977, voru skelfing illa farin – og eftir það var loks hafist handa við endurgerð Bernhöftstorfunnar. Við endann á götunni, og veit út í Bankastræti, er hús sem var í eigu KRON, sálugs Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis. Þarna var um tíma bókabúð KRON og þar fengust meðal annars erlendar bækur sem Þorvarður Magnússon pantaði og seldi af menningarlegum metnaði.

11700976_10153105916720345_1912300443190639638_o

Í umræðum um myndina var þessu póstað á Facebook. þetta er sögð vera elsta ljósmynd frá Reykjavík, tekin 1845, og sýnir einmitt Berhöftstorfuna. Þarna er húsið sem ég bý í ekki risið, það var byggt 1856.

11702812_10205828365525543_5666442945790116711_n

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk