fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Íslenskir unglingar og þjóðhollustan

Egill Helgason
Fimmtudaginn 16. júlí 2015 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný könnun Háskólans á Akureyri sýnir að helmingur íslenskra unglinga vill helst búa í útlöndum. Rannsóknin er býsna víðtæk og virðist trúverðug, ef marka má frétt sem birtist á akureyri.net.

Þeim fækkar svo til muna unglingunum sem vilja búa á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni hér á Íslandi.

Svipuð könnun er gerð á fjögurra ára fresti og hafa niðurstöðurnar aldrei verið í þessum dúr, hlutfall þeirra sem villl flytja til útlanda er miklu hærra en áður.

Búsetuóskir unglinga gefa vísbendingu um stemminguna í unglingasamfélaginu og að nokkru leyti í samfélaginu í heild.

Segir Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, stjórnandi rannsóknarinnar.

Þetta er auðvitað margþætt, en einhvern veginn virðist vera að unglingar nú til dags upplifi útlönd og Ísland öðruvísi en fyrri kynslóðir. Það er auðveldara að komast burt, það að fara út í heim er ekki svo mikið mál lengur. Ég hef orðið var við það hjá syni mínum og jafnöldrum hans að þeim þykir Ísland frekar púkalegt og þröngt og íslenskan til trafala. Það sem stundum er kallað þjóðhollusta er ekki sérlega mikil. Kannski er það bara gott – þeir virðast að mestu lausir við ýmsa komplexa sem hrjáðu mína kynslóð.

Þeir sjá sjálfa sig talandi ensku í framtíðinni fremur en íslensku. Þetta er einfaldlega veruleikinn eins og þeir upplifa hann í gegnum samskiptatækni nútímans. Flestir þessir krakkar sjá mjög sjaldan íslenska fjölmiðla, upplýsinga- og fjölmiðlaheimurinn sem þeir upplifa í gegnum internetið og netsjónvarp er mestanpart amerískur eða engilsaxneskur.

Auðvitað er fagnaðarefni ef vaxa úr grasi kynslóðir sem líta á heiminn sem leikvöll sinn og eru lausar við heimóttarskap. Þjóðremba mun seint ganga í þetta fólk, hún á bara eftir að virka hjárænuleg. En um leið má pæla í hver verða áhrifin á þá menningarstefnu sem hefur verið rekin á Íslandi og áhersluna á að íslensk tunga sér algjör grundvöllur samfélagsins og þjóðernisins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk