fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Að byggja eins og enginn sé morgundagurinn – þarf ekki að skoða þetta í heild?

Egill Helgason
Sunnudaginn 12. júlí 2015 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu árum ætlar að hellast yfir okkur steinsteypa í Miðbæ Reykjavíkur. Hótel við Hörpu, nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, stórbyggingar á vegum fasteignafélagsins Regins í Austurhöfn með íbúðum og verslunum og svo nýtt hótel á horni Lækjargötu og Vonarstrætis.

Allt mun þetta hafa afgerandi áhrif á hvernig svæðið frá Lækjargötu út að höfninni lítur út. Þetta verða líklega stærstu breytingar á Miðbænum sem um getur. Því miður virðist vera að margt af þessum byggingum séu algjörlega úr samræmi við gömlu byggðina sem þarna er. Hún er reyndar ekki alls staðar vel farinn, sums staðar er hún eins og skorðóttur tanngarður, svæðið kringum Tryggvagötuna er mjög dapur og sömuleiðis Lækjartorg.

En það er samt spurning hvort við viljum fara með byggðina í þessa átt. Framkvæmdirnar bera vott um óðagot, að nú sé aftur komin fasteignabóla og tími til að byggja eins og enginn sé morgundagurinn. En hefur einhver horft á þessar tillögur í heild – hefur verið rýnt í þær með tilliti til fagurfræði og samræmis. Það verður að segjast eins og er að engin viðleitni hefur verið til að skýra allar þessar framkvæmdir út fyrir borgarbúum og umræðan um þær er lítil sem engin.

Nú er búið að finna merkar fornminjar í Lækjargötunni. Það hlýtur að tefja eða jafnvel stöðva byggingu hótelsins þar. Það er fagnaðarefni.

Streetview---Austurhofn-R1&2

Hluti af fyrirhuguðum byggingum Regins í Miðbænum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk